A Real Pain er mynd um sársauka. Hvernig sársauki berst á milli kynslóða, þjáningar í heiminum, hvernig við tökum þátt í eða hunsum hann, og eða tökumst á við hann á réttum tímapunktum, sem röngum. Flóknar tilfinningar ráða ríkjum í þessari mínimalísku kvikmynd Jesses Eisenberg um þá David og Benji, frændur góða á flakki og allan þeirra farangur.
Atli Freyr Bjarnason er sestur með þeim Kjartan og Tomma til að djúpgreina senur, þemu og karaktera myndarinnar. Málin verða persónuleg.
En ekki hvað?
Efnisyfirlit:
00:00 - Spaugilegur dauði
04:38 - Upplifun á Óskarsmómentum
13:31 - Benji & David
17:16 - Háfleygur og brotinn
26:17 - Hópurinn
40:40 - Gremjurnar að innanverðu
51:00 - “Ekta bóhemi”
57:07 - Eisenberg/Culkin
01:01:39 - Næstu skref
01:11:40 - Samantekt