Listen

Description

Patrick Bateman er meira en þessi týpíski ‘Wall Street lúser’ (eða hvað?), þó enginn annar virðist sjá það. En hvað er það sem lætur Bateman tikka? Hvað er hægt að segja um þetta rotna samfélag og ekki síður þennan hóp sem hann tilheyrir? Veit hann raunverulega eitthvað um Phil Collins eða er þetta allt saman bara gríma?

Auður Svavarsdóttir kíkti til Kjartans og Tomma til að ræða helstu spurningar, svör og stúderingar í tengslum við költ-klassíkina American Psycho, og hvernig myndin stenst samanburð við umdeildu bókina eftir Bret Easton Ellis. Auður segir American Psycho vera eina af sínum uppáhaldsmyndum og virðist vera eini einstaklingurinn innan þessa hóps sem getur frætt okkur manna mest um hina gallsúru American Psycho 2…

Setjið á ykkur heyrnartólin og komið ykkur fyrir í góðu húsasundi. Þetta verður geggjað!

Efnisyfirlit:

00:00 - Hver á flottasta nafnspjaldið?

07:59 - Að fitta inn

11:36 - Ímyndun eða ekki ímyndun

16:33 - Löggan og ritarinn

25:52 - Allir eru með grímur

32:13 - Fight Club dilemman

39:30 - Úr fyrstu íi þriðju persónu

46:35 - ‘80s períódan

52:52 - American Psycho 2 og samantekt