Nýjasta kvikmyndin frá Sean Baker, Anora, með hinni óviðjafnanlegu Mikey Madison er í brennidepli (með spoilerum, sorrý…) að sinni - en margir hverjir líflegu útúrdúrarnir eru aldeilis ekki ábótavant.
Óli Hjörtur Ólafsson er á meðal teymisins hjá Bíó Paradís þar sem margar hverjar sögurnar fylgja stemningunni þar. Óli sest við míkrafónana ásamt Kjartani og Tomma til að ræða bíóást, vænan haug af ómetanlegum og eftirminnilegum minningum tengdum kvikmyndahúsum, svo sem yfirlið og sali sem hurfu.
Sem áður eru hlustendur hvattir til að (fyrst og fremst SJÁ ANORA, og…) hlera delluna alla eins og hún leggur sig.
Efnisyfirlit:
00:00 - Paradís og sterkar bíóminningar
25:19 - Mótandi kvikmyndaárin
33:07 - Anora - með spillum
40:11 - Lokasenan
53:05 - Mikey og fleiri framúrskarandi
01:06:00 - Baker kann sitt fag
01:10:50 - ‘Ofmetið/vanmetið’ dilemman