Jæja, hið mikla uppgjör á liðnu kvikmyndaári blasir nú við og þá í tvímælalaust stærsta þætti Bíófíkla til þessa (eins og lengdin kann að gefa til kynna…).
Gestirnir að sinni eru ekki af óskemmtilegri endanum en það eru þau Ragnar Aðalsteinn Guðjónsson og Hildur Evlalía Unnarsdóttir úr bíóhlaðvarpinu Video rekkinn. Bækur eru allverulega bornar saman - tímunum saman - um hvað stóð upp úr á þessu viðburðaríka og umræðuverða kvikmyndaári.
Hér mætast við mækana ansi hreint ólíkir persónuleikar og smekkir, en það er vissulega bara ávísun á hressilegri hlustun. Lofað er líflegri dýnamík… og nokkrum svindlum.
Dembum okkur í þetta.
Efnisyfirlit:
00:00 - Video rekkinn á samfélagsmiðlum
10:05 - Hvernig var árið?
27:46 - 'Runner-up' listarnir
01:08:51 - Predator: Killer of Killers
01:12:05 - Eldarnir
01:16:17 - Bugonia
01:21:50 - Companion
01:24:11 - Black Phone 2
01:28:10 - Ballerina
01:32:23 - K-Pop Demon Hunters
01:35:45 - Die My Love
01:38:12 - Superman
01:45:32 - Caught Stealing
01:48:22 - A Real Pain
01:54:04 - Sisu: Road to Revenge
01:57:56 - The Phonecian Scheme
02:07:11 - Sinners
02:15:02 - Frankenstein
02:24:07 - Avatar: Fire and Ash
02:48:00 - Nosferatu
02:53:48 - One Battle After Another
03:07:03 - 28 Years Later
03:18:03 - Sentimental Value
03:20:36 - Weapons
03:27:51 - Samantekt
03:32:32 - Bíóárið 2026...