Hvað gerist þegar þú sameinar hafnabolta við körfubolta og í senn tvær gerólíkar týpur af grínsnillingum? Þá er útkoman eðalþvæla frá David Zucker (The Naked Gun o.fl.) sem skartar þeim Trey Parker & Matt Stone (South Park o.fl.) ásamt fleira fólki í banastuði.
BASEketball hlaut hvorki jákvæða dóma né merkilega aðsókn áhorfenda á sínum tíma en Bíófíklar vilja færa rök fyrir því að hér leynist mögulega ein vanmetnasta vitleysa síns tíma. Í brennidepli eru alls kyns íþróttaklisjur og skot á stærri pólitík sportheimsins sem reyndist jafnvel vera töluvert á undan sinni samtíð.
Kjartan og Tommi taka á móti Sindra Gretars gömlum kollega Tomma til margra ára og æfum BASEketball unnanda. Saman reyna þeir að finna það út hversu kvótanlegur eða hnyttinn þessi bræðingur er frá Zucker og South Park-bræðrum.
Og fyrst að Kjartan fílaði hvorki Spaceballs né The Naked Gun, átti hann nokkurn séns í að fíla þessa?
Efnisyfirlit:
00:00 - Stjörnustælar á ‘mid-’90s’
07:55 - Þegar Sindri var svartlistaður
14:11 - Parker og Stone
25:00 - Af hverju BASEketball?
31:05 - Bestu ‘Psyche-out’in’...
41:19 - Kvótanlegt spaug
47:25 - Íþróttapólitíkin
51:25 - “Fullkomin mynd fyrir partíið”
55:12 - Samantekt á spoof’i