Ókei. Jacob nokkur verður morðóður þegar hann heldur að stúlkan sem hann elskar er dáin. En engar áhyggjur, bókstaflega sekúndum síðar verður hann ástfanginn af nýfæddu (tölvugerðu) barni umræddu stúlkunnar.
…Cinema?
Að öllu gamni slepptu, þá gera þau Íris, Emma og Tommi upp lokahlutana í Twilight-seríunni, þar sem partíið er loksins hafið af einhverri alvöru. Með blöndu af algjöru skrípói og pjúra hryllingi.
Skoðum þennan ‘finale’ betur og lokum þessari bók.
Efnisyfirlit:
00:00 - Part 1, boðað til brúðkaups
02:40 - Brúðkaupstertudraumurinn
09:33 - Mormónamanía
12:37 - Gleðispillirinn Jacob?
16:20 - Brúðkaupsnóttin
22:46 - Bella hefur val
27:00 - Renesmée...
36:14 - Að imprinta
44:11 - Part Two, skekkja í titlum
49:10 - Nýja líf Bellu
58:25 - Klöguð til Aro
01:02:18 - Dívan og vitnin
01:07:11 - Gleði/sorg
01:12:15 - Stóra uppgjörið
01:20:00 - Samantekt