Listen

Description

Hið stórvinsæla og í senn umdeilda Marvel Cinematic Universe (MCU) fyrirbæri slær núna í 35 bíómyndir og haug af sjónvarpsþáttum í þokkabót (eða kaupbæti?). Þetta er óneitanlega orðið að heljarinnar pakka fyrir áhorfendur sem vita varla hvar á að byrja eða hvaða sögur tengjast hverjum.

Kjartan og Tommi fá til sín (segjum) sérfræðinga ef ekki dygga en kröfuharða aðdáendur MCU-sarpsins, en þau Bjarni Gautur og Sigga Clausen eru sest til að segja sitt um aðdráttarafl, fjölbreytileika og gæðakvarða MCU myndanna. Saman rýnir hópurinn svo í nýjustu Captain America myndina. Með skrautlegri samantekt.

Efnisyfirlit:

00:00 - Marvel Cinematic Universe

11:37 - Topp 10 MCU myndir, Kjartan

15:59 - Topp 10, Bjarni

27:17 - Topp 10, Sigga

43:21 - Topp 10, Tommi

53:00 - Brave New World, án spilla

01:07:20 - Spillar héðan í frá…

01:21:13 - Jóhannes, ekkjan litla ofl.

01:40:40 - Samantekt