Listen

Description

Ein dýrasta ‘indí’ (stór)mynd fyrr eða síðar. Cloud Atlas er vægast sagt metnaðarfullt stykki úr smiðju Wachowski-systra og Tom Tykwer. Myndin hefur að vísu verið gagnrýnd fyrir ýmislegt og er aldeilis ekki allra - en færa má einnig rök fyrir fegurðina í verkinu og ekki síður einlægninni.

Rafn Herlufsen snýr aftur til Kjartans og Tomma til að ræða nákvæmlega hvers vegna Cloud Atlas er stórglæsilegt kvikmyndaverk sem flestir ættu að sjá, gefa annan séns og/eða sjá aftur.

Þá er einnig tekið umræðuna um ‘physical media’ og aðgengi mynda á streymum eða drifum. Rafn hefur um alla tíð verið naglharður safnari, með bíómyndaeintök í þúsundatali, og skólar Bíófíklana vel til í lífstíl (og lífs-díl) þessum.

Flest fólk er hvatt til að hlera einlægnina í umræddum umræðum.

Efnisyfirlit:

00:00 - Nándarráðgjöf á setti

06:40 - ‘Physical media’ og safndiskar

21:03 - “Ég hata orðið content”

27:00 - “Eins og glæný bíómynd!”

33:29 - Titanic-effektinn

37:31 - Þemun í Cloud Atlas

40:21 - Kraftur listarinnar

47:21 - Mergð af dropum

53:58 - Endurtekin mynstur

59:40 - Tykwer & Wachowski-systur

01:06:26 - Bardaginn gegn kerfinu

01:12:47 - Að skilja kássuna

01:19:00 - Wachowski óvinsældirnar

01:24:00 - Með einlægnina að vopni

01:32:52 - Besta sagan?

01:40:31 - Samantekt