Þriðja og trúlega besta Twilight-myndin er nú komin undir smásjánna og sést það aldeilis að hún er sú dýrasta í röðinni… til þessa. Þau Íris, Emma Lilja og Tommi halda áfram með óformlega greiningu á köflum þessa fantasíuheims.
Nú er aftur búið að skipta um leikstjóra en einnig hefur andstæðingnum verið skipt út fyrir Bryce Dallas Howard. Spennan magnast úr öllum áttum; orrusta er í uppsiglingu og Bella gerir sitt besta til að leika Sviss á meðan Edward og Jacob halda áfram að urra á hvorn annan.
Efnisyfirlit:
00:00 - Hryllingur og huggulegheit
03:28 - Nýja Victoria
05:55 - Útskriftaræða Jessicu
08:35 - Ekkert er nei-svar
13:29 - Heimtufrekur Jake
17:52 - Ljótur trúlofunarhringur
19:56 - “Mesta diss í heimi”
24:24 - Óstöðugt bandalag
29:00 - Riley bara “einhver gæi”
33:48 - Taha Aki nóg
36:00 - Hvað ætlar Bella að gera?