Listen

Description

Frá leikstjóra ‘Top Gun: Maverick’ kemur önnur ‘pabbamynd’ sem sver sig aldeilis í ætt við Tom Cruise-ræmuna stórvinsælu. Nú er annars vegar Brad Pitt (eða *hinn* leikarinn úr Interview with the Vampire…) sá sem sestur er við stýrið í sjónarspilinu. Við tekur titrandi og græjuflexandi spennusaga af gamla skólanum um Formúlu 1 og þær hindranir sem má feisa þar.

Hér er ofurframleiðandinn Jerry Bruckheimer að verki, helsti forsprakki bæði Top Gun og Days of Thunder, þannig að öruggt er að búast megi við því að öllu hafi verið tjaldað til á þessu setti.

Kjartan, Tommi og Birgir Snær (sérfræðingur þáttar í ‘pabbamyndum) reyna að komast til botns á því hvað einkennir feril leikstjórans Joseph Kosinski, hvernig best er að horfa á mynd eins og F1® - og nákvæmlega það þýðir þegar einhver segir: ‘Djöfull var þetta fín/mikil pabbamynd!’

Og er eitthvað varið í þetta hæp sem F1® virðist hafa öðlast eða kemur þetta allt frá gólandi pöbbunum?

Efnisyfirlit:

00:00 - Eftirleikir og umtal

06:58 - Frá Tron til Top Gun

18:40 - F1®… án spilla

25:07 - F1®… með spillum

33:16 - Pitt eða teymið?

40:00 - Raðir af sponsum

44:23 - “Mikil pabbamynd…”

49:02 - Grái fiðringur Pitts

59:09 - Meistari í manipúleringu

01:03:02 - Samantekt