Listen

Description

Dauðinn er óhjákvæmilegur og hefur það verið (með púkalegum vinkli) í brennidepli í Final Destination seríunni. Af viðtökum aðdáenda og gagnrýnenda að dæma hefur sjötta bíómyndin komið, séð og sigrað auk þess að endurlífga prakkaralega myndabálkinn eftir töluverða dvöl. Myndin er ferskur andblær og kærkomið eintak í myndabálk sem lengi þótti hafa sagt sitt síðasta.

Íris, Tommi og Atli Freyr leggjast nú yfir Síðustu áfangastaðina, allan ferðapakkann eins og hann leggur sig; Hvert og eitt þeirra með sína uppröðun á gæðum titlana.

Hverjar eru ‘reglur’ myndanna? Hvað hefur upp úr staðið? Er í lagi að hlæja að óförum annarra? Er þetta kannski allt bara sama bíómyndin?

Óhjákvæmilega koma upp hressandi umræður líka eins og upplifanir hvers og eins af… tja… dauðanum.

Njótið heil og hafið varann á!

(Ath. þungir spillar fylgja öllum myndunum)

Efnisyfirlit:

00:00 - ‘Dauðinn’ er prakkari

07:07 - Final Destination (2000)

26:44 - Final Destination: Bloodlines (2025)

45:10 - Final Destination 3 (2006)

56:13 - Final Destination 5 (2011)

01:16:07 - Final Destination 2 (2003)

01:33:55 - The Final Destination (2009)

01:46:31 - “Bestu dauðarnir”

01:59:50 - Reynsla Bíófíkla af ‘næstum-dauða’...

02:08:40 - Lokaspurningar