Listen

Description

Frankenstein hefur í margra ára raðir verið draumaverkefni leikstjórans Guillermo Del Toro og - þökk sé Netflix - hefur aðlögun hans loks orðið að veruleika.

Með þessari einlægu og fallegu aðlögun sem og persónulegri túlkun leikstjórans hefur öllu verið tjaldað til, með breytingum sem kunna að falla í kramið hjá áhorfendum eða jafnvel bara alls ekki.

Kjartan, Tommi og Atli Freyr koma sér í gotneskar stellingar og rýna í það sem óhætt er að kalla eina umtöluðustu stórmynd þessa árs - og hvers vegna hún er svona mikil gullkista af meme’um (e. “mímum”).

Efnisyfirlit:

00:00 - Sexý gotneskir hönkar…

06:02 - Mátturinn hjá Del Toro

14:23 - Cameron kom til bjargar…

24:25 - Nálgun á klassískri skepnu

31:49 - Rauðvín og víðlinsur

41:31 - Praktíska hönnunin

48:07 - Ofbeldi milli kynslóða

59:54 - Samantekt