Listen

Description

Októbermánuður er tími drungalegra bíómynda eða hryllings af hvaða tegundar sem er og partímyndin From Dusk till Dawn er fínasta tilefni til Hrekkjavökugláps. Þessi subbulegi en eiturhressi bræðingur frá þeim Robert Rodriguez og Quentin Tarantino hefur einkennilegan strúktúr og Kjartan fékk verulega að kynnast því þegar hann horfði á myndina í fyrsta skiptið.

Það sama á við um okkar gest að sinni, en horror-unnandinn Friðrik Önfjörð er sestur í stúdíóið til að ræða ómælanlegu ást sína á myndinni.

00:00 - Listin að vera þriðja hjólið
01:20 - Hryllingsmyndir í október
08:29 - Kjartan um myndina
27:24 - Öfug upplifun Friðriks
38:25 - Tommi lofar partípakka
49:51 - Einkunnir