Listen

Description

Heilagur draugur Maximusar! Það er komið framhald af stórmyndinni og jafnvel Óskarsmyndinni Gladiator frá árinu 2000. Lengi vel hefur verið hvíslað um að vaða í framlenginguna en Ridley Scott stóðst á endanum ekki freistinguna og tjaldar heilmiklu til með Gladiator II.

Bíófíklarnir Kjartan og Tómas fengu til sín Atla Sigurjónsson kvikmyndagerðarmann til að ræða fyrri myndina, seinni myndina, nashyrninga, hákarla, ruglið í Rómarborg á tímum þessum og að sjálfsögðu Saló.

Jafnvel Space Buddies…

Ykkur skal vera skemmt!

Efnisyfirlit:
00:00 - Hvað er Ridley Scott-mynd?
13:50 - Tengsl allra við Gladiator
20:31 - Þá er það Gladiator II
24:11 - ‘Væntingar’ Atla og deilt um Denzel
30:01 - Aðeins um hákarlana
32:20 - Kjartan rýkur beint í spoilerana
36:00 - Dondus og skúrkarnir
42:06 - “Við þurftum þess ekki neitt”
46:50 - Róm í ruglinu
50:12 - Saló eða Space Buddies?
52:33 - Aftur að Scott…
58:52 - Harrison Ford (?) og nashyrningurinn