Listen

Description

Indverskar kvikmyndir. Hingað til hafa þær ekki mikið komið til tals (ókei, bara ekki neitt!) í Bíófíklum en hér og nú skal rétta úr því. Elín Ingibjörg Eyjólfsdóttir er fæddur Bollywood-unnandi og er sest ásamt Kjartani til að skóla hann örlítið í einkennum slíkra mynda og maukstúdera umrædda verkið sem varð fyrir valinu.

Kjartan stóðst þessa áskorun Elínar eins og mikill meistari og er óhætt að segja að HNY sé endemis veisla. En veisla af hverju er það sem ber að grandskoða.

Upp með kuflana og spörum ekki danssporin á meðan við bjóðum Elínu velkomna í stúdíóið.

Efnisyfirlit:

00:00 - Um Bollywood

02:10 - Talsett vs. textað

06:16 - HVAÐ er þessi mynd?...

10:06 - “Eurovision í Dubai”

18:15 - Að þokast í rétta átt

23:09 - Til alls vís

27:07 - Rándýr flugeldasýning

34:43 - Annar séns

39:55 - “Alvarleikinn ekki til”

48:39 - Bikarinn

1:00:01 - Þriggja tíma partí