Listen

Description

Friðrik Önfjörð skoraði á Kjartan til að horfa á þessa umræðuverðu leikstjórafrumraun frá Ari Aster sem naut gífurlegra vinsælda á sínum tíma en hefur lengi vel skipt fólki í fylkingar, hvað gæði og hrylling varðar. Leiksigurinn hjá Toni Collette er vissulega ótvíræður og flestir geta verið sammála um almenn óþægindin í Hereditary, en hvað með allt hitt?

Ólíkar upplifanir þeirra Frikka, Kjartans og Tomma um myndina ber með sér skrautlega niðurstöðu sem ber að hlera.

Ath. Öll umræðan inniheldur spilla - og nokkra gleðispilla.

Efnisyfirlit:

00:00 - Aftur að... Marvel...

04:50 - Af hverju Hereditary?

11:01 - Ari Aster er prakkari

14:51 - Upplifun Kjartans

20:10 - Ættgengir kvillar

27:30 - Sorgin og eymdin

34:34 - Amma skrattans

44:09 - Hægur bruni og stór útúrdúr

56:15 - Vesenið að halda öllu saman

01:00:40 - Andlegt/yfirnáttúrulegt

01:09:20 - Samantekt