Listen

Description

Bíófíklar hefja göngu sína með sprelli og þeir Kjartan og Tómas skelltu sér á eina umtöluðustu og án efa umdeildustu stórmynd þessa árs, Joker: Folie à Deux!

Eftir miklar vinsældir fyrri myndarinnar er aldeilis öllu tjaldað til í framhaldinu og meira að segja hefur hin ofurhæfileikaríka Lady Gaga bæst við leikhópinn til að deila sviðinu með Joaquin (e. ‘Wah-keen’) Phoenix.

Þá rifja Bíófíklar einnig upp fyrri myndina og eru ekki yfir það hafnir að detta í útúrdúra með hressilegum reynslusögum úr bíói - eða réttar sagt sögur af ósiðum í kvikmyndahúsum.

Efnisyfirlit:

00:00 - Málning að þorna, í mynd!

07:43 - Double feature sýningar

12:10 - Joker

39:20 - Joker: Folie à Deux - Án spoilera

55:11 - Spoiler-umræður