Myndlistamaðurinn Arnar Steinn Pálsson, gestur Bíófíkla að sinni, hefur lengi vel verið á þeirri skoðun að Jurassic Park sé ein besta kvikmynd allra tíma. Þessu virðist Kjartan vera sammála, en þegar Júragarðsmyndirnar eru orðnar sjö talsins - með tveimur endurræsingum - hefur ansi mikið runnið til sjávar. Og nauðsynlegt er að meta stöðu og líf þessa myndabálks.
Leikstjórinn Gareth Edwards gerir tilraun til þess að djúsa nýju lífi í myndaseríuna sem er umdeilanlega komin í eins konar útrýmingarhættu. En hefur Edwards loksins skilað af sér hágæða Jurassic-framhaldsmyndina sem margir hverjir hafa beðið í áraraðir eftir? Eða kemur bara enn ein ástæðan til þess að setja upprunalegu myndina á hærri stall en nokkru sinni fyrr?
Arnar Steinn, Kjartan og Tommi fara yfir Jurassic-myndirnar og enda á að setja Rebirth allverulega undir smjásjánna.
Sjáum hvort lífið hafi fundið leið. Enn og aftur.
Efnisyfirlit:
00:00 - Grameðlan í herberginu
04:19 - Jurassic Park (1993)
13:09 - The Lost World: Jurassic Park (1997)
24:35 - Jurassic Park III (2001)
29:26 - Jurassic World (2015)
37:16 - Jurassic World: Fallen Kingdom (2018)
44:46 - Jurassic World: Dominion (2022)
49:30 - Jurassic World: Rebirth…
57:53 - Með spillum…
01:03:30 - Um karakterana
01:08:38 - Dauðar og lógík
01:14:50 - Samantekt
01:19:05 - Framtíð seríunnar…?