Katla Marín Þormarsdóttir er upprennandi handritshöfundur og fjölsnillingur sem vildi sérstaklega fá að taka fyrir jólamyndina sem fólk annaðhvort er (a.m.k. Í seinni tíð) farið að hata að elska, eða það elskar að hata.
Það má mikið og lengi deila um það hvernig Love Actually eldist, svona í bland við óneitanlegu styrkleika myndarinnar, en Katla og Tommi kafa grimmt ofan í ásetning Richard Curtis með þessari froðuepík sinni.
Er allt neikvæða umtal myndarinnar kannski bara kjaftæði og leynist hér raunverulega dásamleg jólaperla? Eða er orðspor myndarinnar jafnvel komið svolítið út af sporinu, þannig að eftir stendur glansandi veisla sem validerar hinar vafasömustu hegðanir?
Könnum málið. Með slaufu.
Efnisyfirlit:
00:00 - ’Karlamyndir’ og ‘feelgood’ myndir
05:06 - Breitt mengi jólamynda
09:20 - Af hverju Love Actually?
11:31 - Sara og Carl
14:30 - Á gráu svæði
17:01 - Keira Knightley og dúddarnir
20:01 - Nakin og feimin
22:50 - Síminn ekki á silent
26:20 - Elsku Hugh
29:00 - Sam og Colin
34:13 - Senuþjófurinn Nighy
38:30 - Fjórir valmöguleikar
44:10 - Aðrar Richard Curtis myndir
48:00 - Sjónarhorn gauranna
50:01 - Aðeins um… Die Hard?
53:03 - Ást og bullandi meðvirkni
56:53 - Fúttið sem vantar
01:01:57 - Meira grand í minningunni