Óhætt er að fullyrða að Mamma Mia! sé á meðal allra vinsælustu bíómynda á Íslandi frá upphafi. Myndin fór vel yfir 100 þúsund manna aðsókn í kvikmyndahúsum hér á landi. ‘ABBAplánetan’ var svo sannarlega dóminerandi æði þjóðarinnar þegar hún var frumsýnd sumarið 2008. Áhorfendur og Íslendingar sérstaklega voru heilt yfir ánægðir með Mamma Mia!
Tíu árum síðar kemur út Mamma Mia! Here We Go Again og nýtur einnig mikilla vinsælda víða um heim. Skemmst er frá því að segja að deila má harðlega um hvor ræman er betri.
Salvör Bergmann er mætt aftur í stúdíóið til að færa rök sín fyrir ágæti þeirrar fyrstu og glataðri útkomu framhaldsins en Tommi vill meina að seinni sé umtalsvert betri bíómyndin, og að fyrri sé lítt merkileg. Þá er kominn fyrsti ‘Versus’-þáttur Bíófíkla…
Enginn afsláttur er veittur hjá hvorki Salvöru né Tomma í tengslum við að verja sitt val. Það hitnar meira í umræðum en segja mætti um ólgandi banana í bongósól á sumardegi - en aldeilis er hlustunin fjörug.
.. síðan í aftari hluta þáttarins er viðrað mjög heitar skoðanir um Íslandsvininn Nolan.
*(Hlustandi er jafnframt hvattur til að taka þátt í könnuninni að neðan)
Efnisyfirlit:
00:00 - “Voice over” eða ekki…
08:33 - Mamma Mia vs. Here We Go Again
16:00 - Dancing Queen
19:03 - Waterloo
26:32 - Our Last Summer
32:19 - Mamman og dóttirin
37:26 - Heilu hóparnir
42:01 - Kameruvinnan
46:54 - Kennarar og tómatar
51:14 - Samantekt og bátar
01:05:06 - Ólgandi ‘teik’ á Nolan…
01:24:00 - Hann/hún/’Protagonist’
01:37:11 - “Allur heimurinn í hættu”