Ethan Hunt og vinir halda áfram að leita leiðum til að tortíma ógnvægilegri gervigreind í þessum meinta ‘lokakafla’ Mission: Impossible seríunnar, nema að því gefnu að miðasala og hagnaður gefi til kynna að bálkurinn gæti haldið áfram.
En þá er að skoða nýjasta/áttunda eintakið í röð ævintýra þar sem Tom Cruise hættir líkama sínu og lífi til að sýna okkur hinum hvað hann er framúrskarandi í áhættuleik, með fyrirspurnir um hvort og hversu mikill alvöru ‘leikari’ Krúsarinn er, og almennt hversu sterk er þessi skrattans bíósería sem nú hefur spannað heilu 30 árin?
Kjartan er kominn í barneignafrí þegar þetta er tekið upp en þá fékkst naglharður Krús-aðdáandi mættur í hans stað. Birgir Snær Hjaltason er sestur við mækinn ásamt Tomma til að ræða “Mission: Impossible* - Dead Reckoning Part 2: The Final Reckoning” - og hin sjö missjónin…
Spenntum beltið og fljúgum beint í þetta.
Xenu hjálpi okkur.
Efnisyfirlit:
00:00 - Um Tom Cruise
07:17 - Serían í tímaröð
27:40 - M:I-2
30:26 - Mission: Impossible
32:02 - Ghost Protocol
33:50 - M:I-III og Fallout
38:12 - Rogue Nation og Dead Reckoning
44:34 - The Final Reckoning (án spoilera)
53:34 - Spoilerar hefjast…
01:02:02 - “Hlauptu, Tom. Hlauptu”
01:09:57 - Hvað næst?
01:14:42 - Kómískar hindranir
01:25:19 - Skipt um titil