Listen

Description

Flestir þekkja til tölvuleikjaseríunnar, jafnvel fólk sem hefur aldrei spilað stakan Mortal Kombat leik. Í áratugaraðir hefur hann þótt einn sá vinsælasti og vantar alls ekki úrvalið af bíómyndum og teiknimyndum. Vörumerkið hefur haldist gífurlega sterkt en á miðjum tíunda áratugnum var lítið um kvikmyndaðar aðlaganir á tölvuleikjum en ljóst er að Paul W.S. Anderson myndin frá 1995 hafi malað gull í miða- og myndbandssölu víða um heim. 

Ekki er þó hægt að segja það sama um framhaldið sem lenti með vandræðalegum skelli tveimur árum eftir útgáfu forverans. Án þess að skafa neitt frekar af því er framhaldsmyndin af mörgum talin ein versta kvikmynd fyrr eða síðar og hafa áhorfendur lengi deilt um hvort það spili inn í skemmtanagildi hennar eða hvort hún sé hreinlega bara algjör viðbjóður.

Bíófíklarnir Bjarni Gautur og Sindri Gretars setja sig í ýktar stellingar með Tomma til að ræða hæðirnar, lægðirnar, trollið hjá senuþjófinum Christopher Lambert, hinn óneitanlega kraft tónlistarinnar í myndunum báðum og hvort sé eitthvað sé viðbjargandi í slakari ræmunni - eða jafnvel endurræsingunni frá 2021 (því, jú, það er víst önnur ‘Mortal Kombat II’ á leiðinni…).

Upp með hnefana og eyrun. Þetta verður (undarlega) blóðlaust…

Efnisyfirlit:

00:00 - “Ekkert blóð…”

05:12 - Engin lógík, bara gaman

10:05 - Íkoníska þemað og Kano hreimurinn

15:44 - Lore’ið í tölvuleiknum

22:10 - Paul W.S. Anderson heilkennið

25:22 - Mortal Kombat: Annihilation…

32:00 - “Hvað er að gerast í þessari mynd!?”

40:55 - “Checkov’s Animality”

47:07 - Þróun slagsmálasena

53:01 - Hvað varð um John R. Leonetti? 

58:24 - Stærsta gæðahrapið?