Atli Þór Einarsson og Atli Steinn Bjarnason úr hlaðvarpinu Videoleigan eru sestir í stúdíóið með Bíófíklum til að ræða eina óvenjulega (late-)‘90s ofurhetjumynd.
Hasarblaðagrínmyndin Mystery Men er gjörsamlega drekkhlaðin hæfileikafólki og furðulegum bröndurum, en þess að auki er fullt við framleiðsluna sem vert er að ræða og brjóta heilann yfir. Síðan að sjálfsögðu er nóg til að krukka í varðandi ágæti þessarar ‘niche’-költ myndar. Og ógrinnið af gestarullum sem þarna fylgir.Setjið á ykkur skikkjurnar og verið með í þessari ringulreið.
Efnisyfirlit:
00:00 - Með Atla og Atla
06:08 - Hasarblaðamyndir
14:25 - Aðsókn vs. gæði
22:04 - Videoleigan rís
30:45 - Um Mystery Men
34:32 - Logandi gulrót
38:25 - Hvílíka leikarasúpan
50:01 - Klám, prump og diskó
55:58 - “Hvað er þessi mynd?”
01:00:01 - Það sem vantar…
01:15:43 - Aðsókn á góðu ári
01:23:05 - Legasía og samantekt
01:37:10 - The Master of Disguise (?!) o.fl.