Jake Gyllenhaal er hér umdeilanlega í sínum betri gír í einni rúllandi skemmtilegri sögu af upprisu sósíópata. Þetta er Nightcrawler og hver áhorfandi metur í raun fyrir sig hvort hér sé létt og ljót harmssaga á ferð eða stórfyndin mynd um velgengni og metnað.
Friðrik Önfjörð fastagestur sá þessa mynd í fyrsta skiptið og situr ekki á skoðunum sínum frekar en þáttastjórnendur, enda er leikurinn til þess gerður. Í sameiningu skoða Bíófíklar hvað það er í déskotanum sem fær Lou nokkurn Bloom til að tifa með þeim hætti sem hann gerir.
Efnisyfirlit:
00:00 - Um graðar vampírur…
05:14 - Af hverju Nightcrawler?
11:25 - Bæklingurinn Bloom og Nina
23:40 - Spoiler-umræður byrja…
25:10 - Stíllinn og frasarnir
31:41 - Hápunktar ósómans
37:38 - Karakter án boga
45:00 - Aftenging með teymisvinnu
51:45 - Að ,,netwörka” yfir sig
01:00:01 - Burt með baksöguna
01:07:01 - Samantekt