Listen

Description

Nýjasta myrka furðuverkið frá meistaranum Robert Eggers hefur svo sannarlega verið á vörum margra nú í byrjun nýja ársins. Á meðal þeirra sem sitja ekki á skoðunum sínum eru Bíófíklarnir Kjartan og Tommi sem nú taka á móti Krumma Laxdal, kennara, listamann og sérfræðing í vampírufræðum…

Margir vilja meira að umrædd kvikmynd sé með betri aðlögunum á ‘Drakúla’-sögunni þó meginstraumurinn hefur gjarnan mikið klórað sér í hausnum yfir velgengninni.

En hvernig stenst Nosferatu samanburð við fyrri verk leikstjórans? Er myndin meira í stílnum en sögunni? Gengur hún upp sem hrollvekja eða mögulega eitthvað allt annað eða jafnvel miklu meira en það?

Opnum líkkisturnar, skellum okkur í períóduvæna búninga og könnum málið.

Efnisyfirlit:

00:00 - Krummi langi

07:46 - Saga Nosferatu

14:46 - Filmógrafía Eggers

22:50 - Nýja túlkunin

35:20 - Tónn og stíll

49:08 - Meira er meira

01:04:05 - “Ekkert glimmerkjaftæði”

01:09:02 - Að beisla eitthvað óbeislað