Grimmd og fegurð ræður ríkjum í völundarhúsi fánsins úr smiðju mexíkóska stórmeistarans Guillermos Del Toro. Gestur Bíófíkla að sinni valdi þessa perlu sérstaklega en við mækinn er mætt leik- og listakonan Bára Lind Þórarinsdóttir.
Bára hefur skemmtilega sögu að segja af því er hún sá og kynntist þessari kvikmynd í fyrsta sinn, en þessi dramafantasía frá Del Toro er sömuleiðis í gífurlegum metum hjá Atla Frey og Tomma. En auk þessarar bíóperlu bregða jafnframt fyrir umræður um Leik og sprell, ‘pylsumyndir’, Suður-Frakkland, nostalgíu og fleira fantasíukennt sem raunsætt. Og einn glataðan fasista!
Efnisyfirlit:
00:00 - “Þetta reddast”
08:17 - Prinsessan og durtarnir!
16:10 - Óhlýðni sem dyggð
21:56 - The Devil’s Backbone
26:30 - Að vera krakki í sér
30:30 - Allt aukaefnið…
36:49 - Vidal kafteinn
44:37 - Fánninn og álfarnir
49:00 - “Sub vs. dub”
53:50 - Alls konar um Del Toro
01:04:06 - “Fasistafífl að skemmta sér”
01:09:13 - Úrið tifar… (Samantekt)