Listen

Description

Predator myndirnar eru orðnar eins margar og þær eru ólíkar í gæðum, þó oft vilji margur einstaklingurinn meina að flestar þeirra séu ekkert sérstakar.

Hins vegar er víða viðurkennt að fyrrum bíórýnirinn Dan Trachtenberg hafi fundið hina langþráðu orku- og gæðasprautu sem serían þurfti eftir að hann fékk taumana á henni með Prey og Killer of Killers. En þá er Badlands næsta skrefið í þeirri vegferð hjá leikstjóranum sem siglir trúlega í eitthvað enn metnaðarfyllra.

Kjartan, Tommi, Atli Freyr og Birgir Snær skoða hvort Badlands sé annað kærkomna eintakið í myndabálkinn eða enn eitt feilsporið - og hvort ræman komist hjá svokallaða Disney-stimplinum.

Efnisyfirlit:

00:00 - Um Portal Trachtenbergs

03:37 - Predator og The Predator

12:46 - AvP og Predators

20:26 - Prey

26:52 - Predator: Killer of Killers

34:24 - Badlands án spilla

47:17 - Leggir og léttir spillar

54:15 - Samantekt (og óvæntur gestur)