Listen

Description

Jæja, sperrið upp eyrað og krumpið jakkafötin. Hin óviðjafnanlega og brautryðjandi Reservoir Dogs markaði sérdeilis fyrstu skrefin fyrir Quentin Tarantino, sem síðar meir varð að fordæmalausum ‘rokkstjörnu-leikstjóra’.

Tarantino átti stóran hlut í að koma indí-byltingunni af stað í byrjun ‘90s áratugarins, og legasía hans fyrstu myndar er svo sannarlega sterk, en er enn einhver innistæða í hennar’kúli’? Er hún klassík eða geltandi hvolpur síns tíma?

Gunnar Anton Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður veltir þessari spurningu fyrir sér og í sameiningu viðra þeir Tommi málefni eins og upphafsskref leikstjórans ásamt sarpi mannsins eins og hann leggur sig.

Gætið þess bara að missa ekki eyrað úr forvitni, en öllum er velkomið að hlera þetta hressandi spjall spekingana.

Efnisyfirlit:

00:00 - Allt í hundana, með spillum…

03:14 - Stúdering á eftirleikjum

09:10 - Tarantino-isminn

22:00 - Að blæða af kúli

30:21 - Mystík og Wilhelm-öskur

37:10 - Elsku Sally Menke

42:52 - Fíllinn í herberginu

50:03 - Góðir eða vondir…

56:40 - Þegar Quentin gerir betur

01:04:10 - Um Tony Scott’isma

01:13:28 - Stórskotalið og “Íslandsvinur”

01:29:00 - Gaman á Cannes

01:36:02 - Lítill heimur…