Hvaða kvikmyndasería hefur átt stærsta gæðahrapið? Hvaða MCU myndir geta staðið sjálfstæðar? Hversu eftirminnilegar eru konurnar í Christopher Nolan myndum? Eru Buddies myndirnar minni refsing en Zack Snyder myndir?
Kjartan, Tommi og Atli Freyr stíga aðeins út fyrir formið að sinni og spreyta sig á snarrugluðum spurningarleik. Þessu fylgir ekkert sett af tilteknum reglum annað en að hver og einn svari eftir eigin skoðun og rökstyðji sitt ‘hvers vegna?’ svar eftir bestu og hressustu getu.Ekki svo gleyma að kjósa um hver þér þótti koma með skemmtilegustu svörin í meðfylgjandi könnun!
Efnisyfirlit:
00:00 - Reglur um engar reglur
02:10 - Spurt um gæðahrap
10:04 - Zack Snyder Buddies
12:10 - “Þessi hefur issjús…”
18:13 - ‘Sjálfstæðar’ MCU seríur
25:40 - Freddy vs Sauron
34:10 - Að enda á toppnum
40:24 - Eitruðustu hóparnir?
45:45 - Konur í Nolan myndum
49:10 - Gæðastökk og söngleikir
52:56 - Leitin að meistaraverkinu
01:02:36 - Pöddufullir af kjaftæði