Listen

Description

Hvers vegna?!...

Það er góð spurning.

Upp kom sú áskorun í miðjum Gladiator II þætti að þyrfti að taka fyrir hina alræmdu og vægast sagt umdeildu kvikmynd, Saló o los 120 días de Sodoma.

Sökum þess hversu mikil áskorun þykir að þrauka gegnum þá ógeðfelldu mynd, var eflt til enn stærri áskorunar að para þessa þjáningarperlu við ruslmynd um krútthvolpa í geimnum. Hvor er átakanlegri til áhorfs
Hver veit, kannski eiga Saló og Space Buddies eitthvað meira sameiginlegt en fyrst ber að geta…

Kjartan hafði vit fyrir því að vera fjarri þessum viðbjóði en auk Tómasar eru nú við mækana þau Íris Árnadóttir, Friðrik Önfjörð og Atli Sigurjónsson.

Setjið ykkur í stellingar…

Efnisyfirlit:

00:00 - Af hverju?

01:50 - Space Buddies…

29:13 - Bíddu, ha??...

31:01 - Saló

50:25 - Vítahringurinn

01:14:09 - Skítahringurinn

01:23:42 - Blóðhringurinn

01:39:50 - “Rosalegur stemmari”

01:42:35 - Hvað segja bændur?