Listen

Description

Ein af sprækari ef ekki villtari ræmum hins fjölhæfa Edgar Wright á þegar hressum ferli. Scott Pilgrim vs. The World kemur úr smiðju Bryans Lee O'Malley og var ekki beinlínis frumsýnd við gífurlegar vinsældir eða húrrandi aðsókn, þó viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda hafi í heildina verið jákvæðar.

Aftur á móti hefur legasía og költ-status myndarinnar dafnað glæsilega sl. 15 árin og er margt við hlaðborðið sem ber að grandskoða.

Gestur að sinni er Ísold Ellingsen Davíðsdóttir, kennari og myndasöguhöfundur en ofar öllu gífurlegur Scott Pilgrim aðdáandi. Ísold slæst með í samræðurnar um ágæti sprellsins sem yfirgnæfir umrædda bíómynd.

Einnig eru hress rök færð fyrir því af hverju Scott Pilgrim Takes Off eru æðislegir þættir…

Efnisyfirlit:

00:00 - Scott Pilgrim Takes Off

04:40 - Replay-gildið

10:28 - O’Malley verkin

15:10 - Matthew Patel og páskaeggin

22:01 - Lucas Lee og egóið

25:30 - Todd og tónlistin

29:21 - Roxy og fullnægingin

32:50 - Tvíburarnir og ‘hinn’ endirinn

36:40 - Gideon, Nega-Scott og Wright

45:23 - “Eitt það versta…”

50:54 - Yfirþyrmandi sprell og Cera