Baldvin Z kvikmyndagerðarmaður hefur um árabil sótt mikinn innblástur í verk stórmeistarans David Fincher. Spennutryllirinn Seven (e. Se7en) er þar einna mesti áhrifavaldurinn enda stórmerkileg (og stórmerkilega hvöss) ræma sem hefur aldeilis fest sig í sögubókum kvikmyndanna síðan. En þó laumulega.
Baldvin og Tommi ræða þennan glæsilega tangó af stílíseringu og minimalisma í handritinu sem hér blasir við með krafti. Þá fer Baldvin einnig út í Fincher-áhrifin, kvikmyndagerð, alls konar aðferðafræði og ýmsar tengingar þarna frá Fincher við sum af hans eigin verkum.
Spoilerar verða gegnumgangandi. Því er best að horfa eða endurhorfa á Se7en áður en lengra er haldið.
Efnisyfirlit:
00:00 - Sagan á bakvið handritið
03:17 - Dýnamík dúósins
08:03 - Lýsing, litir og dulin persónudýpt
13:54 - Laumulegar uppstillingar
17:56 - Se7en í Svörtu söndum
22:30 - Framleiðslufokk Finchers
29:35 - Önnur hver snilld leikstjórans
32:56 - Ákveðinn ‘Kubrick’ismi’…
42:02 - Sögulegi kreditlistinn
47:30 - Litli Baldvin og “svona myndir”
54:17 - Aðeins um Robert…
1:02:01 - Ósýnilegu brellurnar
01:06:19 - Friðarhöfn