Listen

Description

Músík og mystík er allsráðandi í hinni metnaðarfullu Sinners, þar sem þeir Ryan Coogler og Michael B. Jordan (x2) snúa bökum saman með nýju bitastæðu ævintýri.

Eyrún Sif Kragh er sest við gestamækinn með Kjartani og Tomma, en saman kryfja þau kryddblöndumynd Cooglers. Farið er líka sérstaklega fögrum orðum um Ludvig Göransson og hans rugluðu hæfileika.

Ætli þurfi líka ekki að svara því hvort Sinners standist þetta heilmiklagæða hæp eða ekki, og nákvæmlega undir hversu miklum áhrifum Coogler er frá Tarantino og fleirum.

Efnisyfirlit:

00:00 - Úr Mjallhvíti í Sinners

06:12 - Tarantino’isminn

10:33 - Frelsið með tónlistinni

14:00 - Smoke eða Stack

15:26 - “Impressív ‘mont’ -mynd”

23:57 - Ferill Cooglers

27:15 - Spoiler-umræða hefst hér (!)

32:16 - Dansinn dunar

36:53 - Ludwig Göransson

39:10 - Trivia-punktar

45:13 - Klæmaxinn

51:27 - Gítarinn hans Sammy

54:40 - Væbið og dýrðin, að eilífu

57:37 - Coogler með hvítlauk