Listen

Description

Atli Viðar Þorsteinsson, plötusnúður með meiru og oft kenndur við nafnið Atli Kanill, er sestur við míkrafóninn að sinni og færir sterk rök fyrir menningarlegu mikilvægi stoltu “cash-grab” myndarinnar Space Jam.

Hér snýr ofurstjarnan Michael Jordan bökum saman við teiknimyndafígúrur til að bjarga dægurmálapersónum frá gráðugum braskara sem svífst einskis til að snara þær í viðbjóðslegan skemmtigarð úti í geimnum.

Tilvist og úrvinnsla myndarinnar er mikið frávik en sagan á bakvið gerð hennar og legasíu er vægast sagt umræðuverð, ef ekki stórmerkileg.
(…og með legasíu er alls ekki átt við um framhaldsmyndina, Space Jam: A New Legacy…)

Hefjum þá leik!

Efnisyfirlit:
00:00 - “Níðingsskapur á filmu”
03:10 - Af hverju Space Jam?
08:20 - Markaðsbóla í brennidepli
14:52 - Stórkostlega samantekt ChatGBT…
21:11 - Varningur í bílförmum
25:15 - Litli Jordan og R. Kelly
31:06 - Beint út í geim
33:56 - Newman, fjölskyldan og boltinn
42:00 - Gestarullur allsráðandi
44:30 - Tengslanetið, sko…
54:01 - Af hverju er Lola kynbomba?
57:41 - Skór og stuttbuxur
01:00:20 - Óvæntur gestur laumast í settið og fer
01:02:15 - Atli segir sögu
01:09:40 - Fyrstu minningar
01:14:12 - Leynidjús Jordans
01:16:36 - Þegar allt fer til fjandans
01:21:04 - Allt annar handleggur…
01:27:20 - “Jordan! Jordan!”
01:32:55 - Sexföld platinum
01:36:12 - Diss á Disney
01:38:00 - Samantekt