Geimþvæla í boði fjölhæfa grínarans Mel Brooks. Þarna er Star Wars ásamt aragrúa af sci-fi sett í stóran sælgætisgraut af paródíu. Óumdeilanlega er myndin ólgandi barn síns tíma og hefur sjaldan verið talin með bestu Brooks-myndunum, en sjarmi og aðdráttur vitleysunnar er krufin í þaula að sinni.
Atli Freyr Bjarnason, dyggur aðdáandi Spaceballs, er sestur með Kjartani og Tomma til að ræða ágæti góðrar steypu; jafnframt vægi nostalgíu og meta þeir einnig stöðuna á Star Wars vörumerkinu í gegnum árin.
Þá er upplagt að skella á sig hjálmana og fíra upp geislaverðin.
Efnisyfirlit:
00:00 - Úr hryllingi í grínið
08:06 - Eitt stórt geimskip
11:49 - Kjartan væbaði ekki
14:10 - “Þú verður að elska efnið”
17:20 - Fimmaurafjör
25:32 - Hver er tilgangurinn?
29:48 - List að gera góða steypu
36:26 - Absúrdleikinn í geimsápunum
41:49 - Yfir í Star Wars…
50:02 - Þegar ‘internetið’ röflar
57:01 - “Niche nördó”
01:03:04 - Snotty “bímar” og Andor
01:09:00 - Spaceballs 2