Kryddpíumyndin mikla sem er annars vegar glitrandi barn síns tíma og hins vegar meta-kómedía sem eldist furðu vel með blatant en fjörugri ádeilu sinni á frægð, dægur- og slúðurmenningu. Spice World þverbrýtur allar mögulegu handritsreglur og fer svolítið eigin leið í sprelli sínu.
Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir, forfallinn Kryddpíuunnandi síðan úr æsku, er sest við hljóðnemann og ræða þau Tommi um þessa undarlegu en umræðuverðu bíómynd og allt æðið og brjálæðið í kringum þessa poppsveit. Samtímaminningar og innihald textana í lögum grúppunnar koma einnig til tals.
Við hvetjum engann til að taka skot fyrir hvert skipti þar sem dúkkar upp ‘celeb cameo’ í umræddri bíómynd, þó skemmtilegt er að telja þau - og ræða.
Kryddið þarf að flæða.
Efnisyfirlit:
00:00 - Spice Girls-æðið í denn
14:48 - Leiksigur og ekki leiksigur
20:00 - Nálgunin að rugli og gestagangi
26:42 - ‘Meta’ er kjarnaorðið
30:00 - Úr geimverum í sjálfhverfu
34:20 - “Svona eru reglurnar”
39:00 - Beint á bátinn
42:28 - Graðir textar
49:51 - Er páfinn kaþólskur?
55:22 - Sketsamótíf með “sass'i"
01:04:20 - ‘Forever’
01:09:10 - “Búmm!”