Listen

Description

Splunkuný endurræsing á Ofurmenninu hefur nú litið dagsins ljós og í senn glænýr bíóheimur frá DC stúdíóinu. Tímasetningin á þessu re-brandi kemur á besta tíma af því að dæma hvað MCU-heimurinn hefur verið í mikilli lægð, að margra mati. En hvað er það sem hefur gert Súpermann að einni ef ekki allra þekktustu ofurhetju dægurmenningar fyrr eða síðar?

Gísli Einarsson, eigandi Nexus (og mörgum kunnugur sem ‘Gísli í Nexus’) er sestur í stúdíóið sem einlægur gestur Bíófíkla að sinni. Saman ræða þeir Kjartan og Tommi söguna af Superman í gegnum poppkúltúrinn, myndasöguræturnar, bíómenningu víða og - vitaskuld - útkomuna á Superman frá James Gunn. Hvort þetta fljúgi, falli eða lendi einhvers staðar í miðjunni.

Búast má við djúpu kafi og ómótstæðilegum nördalegheitum.

(Spillar hefjast frá '01:17:00')

Efnisyfirlit:

00:00 - Bíódreifing í denn

06:28 - Nálgunin ‘78

11:19 - Að mynda sér skoðun fyrirfram

16:40 - Superman í myndasögunum

23:33 - MCU eins og við þekkjum í dag

37:25 - James Gunn og Zack Snyder

53:04 - Að gyrða sig í ofurbrók

01:05:31 - Tengsl við persónur

01:17:00 - Ath. Spoilerar héðan í frá…

01:29:13 - Hlélaust bíó

01:34:00 - Samantekt