Listen

Description

‘Fyrsta Marvel-fjölskyldan’ svonefnda er aftur komin ‘heim’ og hefur þar með fengið glænýja endurræsingu - nema nú í MCU-heiminum. Eftir raðir af merkum feilsporum að koma Fantastic Four hetjunum á hvíta tjaldið með sterkum árangri er upplagt að kanna hvort útkoman hérna séu merki um gríðarleg framför eða hvort hvíli hreinlega bara einhver bíóbölvun á þessu merki.

Sigga Clausen er sest niður með Kjartani og Tomma til að rýna í Hin fjögur fræknu og meta hvort um ræðir annars vegar bjarta von um framtíð Marvel-myndanna og hins vegar hvort eðahvar spennan fyrir Avengers: Doomsday liggur. Umræður um foreldrahlutverk og fæðingar gætu einnig verið óhjákvæmilegar, ásamt samanburði við Superman….

Varað verður við þyngri spillum.

Efnisyfirlit:

00:00 - Bölvun fjölskyldunnar?

03:25 - F4 & Rise of the Silver Surfer

08:50 - Fant4stic

12:33 - The Incredibles

17:53 - First Steps, án spoilera

28:28 - Galactus! (spoilerar!!)

33:54 - Sue, Reed  ofl

44:35 - Svona var það ‘60s

48:45 - Hvað með Doomsday?

56:36 - Magn og markaðssetning

01:02:51 - H.E.R.B.I.E!

01:09:13 - Shakman og Feige

01:18:01 - Samantekt