Listen

Description

Liam Neeson hefur tekið við keflinu af hinum óborganlega Leslie Nielsen sem burðarleikari ‘Beint á ská’ seríunnar. Nú er það Frank Drebin Jr. sem fær að leika lausum hala í endurræsingu sem bæði mætti kalla óvænta og í senn boðbera um endurkomu svokallaðra ‘spoof’ mynda af gamla skólanum.

Viktor Árni Júlíusson er mættur til að ræða The Naked Gun ‘25 við Kjartan, Tomma og Atla Frey, en hver þeirra fjórmenninga á sér ólík tengsl við þessa vinsælu sprellsyrpu.

Dómarnir virðast allavega hafa verið merkilega jákvæðir, en hvað segja bíófíklar? ... Á Neeson einhvern séns í Nielsen? Hvers vegna eru nöfn þeirra svona svipuð? Hvernig gengur Pamelu Anderson að feta í fótspor Priscillu Presley?

Svörin liggja í hlustuninni. Varað verður (…ish) við spoilerum.

...Má þess einnig geta að Viktor er vægast sagt ósammála bíófíklum um eina tiltekna sumarmynd…

Efnisyfirlit:

00:00 - Eldheit skoðun Viktors…

12:00 - Nýr er Drebin

18:44 - Nielsen, Neeson og niðurstaðan

28:23 - “Naked: Impossible”

36:13 - Brandaradælan (spoilerar hefjast…) 

44:00 - Kreditlistaflipp

50:45 - Róið ykkur upp

55:38 - Stemning fyrir spoof-myndum

01:01:10 - Hvað er Netflix password’ið?

01:14:30 - Grínmyndatrend…

01:22:47 - Brandarar per mínútu (+ samantekt)