Listen

Description

…ásamt Shock Treatment (1981)! Ójá...

Salvör Bergmann er leikstjóri, handritshöfundur en ofar öllu bíófíkill út og inn. Ást hennar á The Rocky Horror Picture Show er afar marglaga og færa þau Tommi rök fyrir þeim fjölda laga sem laumast þarna á milli stuðlagana. Þá er költið og kúltúrinn á bak við Rocky Horror fyrirbærið ótvíræður - en óneitanlega umræðuverður.

Er Rocky Horror samt of mikið meginstraumsmegin í lífinu núna til að kallast enn þá ‘költ’ mynd?

Og ef hún er költ-mynd, hvað er þá sjálfstæða framhaldið og hvar eru aðdáendur hennar?

Upp með netsokkabuxurnar og verið með í stemningunni.

Efnisyfirlit:

00:00 - Úr hamstrahjólinu í bíógerð

08:38 - Spólurnar á Selfossi

11:19 - The Rocky Horror Picture Show…

18:55 - Ekki vera eins og Hapschatt-hjónin

22:13 - Bíóást O’Briens

26:00 - Úthverfafólkið Brad & Janet

29:45 - Þessar varir!

34:08 - Saga úr Berlín

40:40 - Töff og taumlaus Curry

46:01 - Krumpaðu jakkafötin, mar!

50:33 - Sögur frá hjartanu

53:38 - Shock Treatment, beibí!

01:01:33 - ‘The Brad & Janet Show’

01:08:15 - Forpakkaðar B-myndir

01:15:03 - Rokkstjörnuklipparar

01:25:15 - Eðalteymi í kvikmyndagerð

01:30:00 - Komandi verkefnin