Listen

Description

Íris Árnadóttir, hryllingsnörd og söngnemi, er sest í stúdíóið með Kjartani og Tómasi til að ræða um og rýna í eina umtöluðustu (og að mati margra ógeðfelldustu) kvikmynd ársins. 

Þessi vægast sagt villta útrásarmynd eftir Coralie Fargeat hefur einfalda hugmynd sem skipar sér í margar svipmyndir og nú er komið að því að skoða hvað hérna er í boði.

Spennið beltin og sperrið upp eyrun. Þetta er veisla.

Efnisyfirlit:

00:00 - Yfirlið eða ekki yfirlið

04:40 - Spegill, spegill

14:50 - Reglur í hryllingsmyndum

19:21 - Miðað við Martyrs

27:28 - Monstro Spoiler-umræða héðan í frá!

33:30 - Elisabeth + Sue

39:20 - Fíkn sjálfsins

46:40 - Sjálfhverfa og “skrímsli”

54:04 - Viðbrögð fólks

01:11:09 - Myndlíkingar

01:27:25 - Eymd frægðarinnar

01:41:40 - Hönnunin öll

01:50:33 - Samantekt

02:00:16 - Karlmennirnir og sýningin mikla