Hanna Tara Björnsdóttir á sterk og mikil tengsl við stórmyndina Titanic (og hún er fjarri því að vera ein á báti þar), en það hófst þegar hún var níu ára gömul. Hún er gestur Kjartans og Tomma að sinni.
Það segir sig kannski sjálft en Titanic er ein stærsta mynd allra tíma og var algjört aðsóknarfrávik á einmitt sínum tíma; bíómyndin sem sameinaði kynslóðirnar með rómantík, hasar og harmleik og kom James Cameron endanlega á kortið sem masterklassa klikkhaus.
En kraftur myndarinnar er umdeilanlega óumdeilanlegur. Hvers vegna, er vert að kanna.
Efnisyfirlit:
00:00 - Grátið með diskasettið
08:22 - Kynslóðirnar sameinaðar
19:14 - Harmurinn og fólkið
25:25 - Rose & Jack
29:27 - “Aðeins of mikið, Cameron”
35:20 - Móðir helvíti og Billy Zane
43:15 - Örkin hjá Leo
47:48 - Smámunasemi Camerons
53:29 - Garmurinn…
56:41 - Hrekkjalómar á setti