Tómas Gauti Jóhannsson er handritshöfundur sem heillaðist snemma um ævina að fjölbreyttu bíói. Þetta gerði hann t.a.m. að miklum Kaufman- og Fincher-unnanda. Er það þó ekki nema brot af því listafólki sem prýðir fyrsta ‘Topp 10’ innslag Bíófíkla þar sem gestur fer í gegnum sinn uppáhalds-lista.
Þá er Tómas sestur í stúdíóið með Kjartani og Tomma til að renna yfir sína uppáhalds titla - og margvíslegar gerðir söguforma. Jafnframt segir gesturinn kostulegar sögur af bíóuppeldi og nákvæmlega í hverju “góð þynnkumynd” felst. Eða “ekta flugvélamynd.”
Efnisyfirlit:
00:00 - Barnaefni og skjátími
05:07 - Hatur netverja
11:41 - Ratatouille
24:38 - Aftersun
35:14 - City of God
42:09 - Signs
58:00 - Fight Club ofl.
01:10:11 - T2
01:21:50 - Gattaca
01:32:30 - Adaptation
01:43:21 - Black Swan
01:54:26 - 12 Angry Men
02:09:46 - Dauðar eiginkonur…