Mögulega var það óhjákvæmilegt, en nú er komið að því að kafa aðeins ofan í þennan stórvinsæla kvikmyndagerðarmann, Óskarsverðlaunahafa og Íslandsvin! Þetta er auðvitað tíma-obsessaða IMAX-undrið Christopher Nolan, ásamt sterkum umræðum um hvort hann sé ofmetinn, snillingur, hvort tveggja eða hvorugt.
Gestur að sinni er Páll Eyjólfsson starfar í fjármálageiranum en þó er hann einnig virkur bíófíkill, með sérstakt dálæti á téðum kvikmyndagerðarmanni. Palli valdi það verkefni að 'ranka' Nolan-sarpinn og þá var undir þeim Kjartani og Tomma komið að mæta með topplistana brýnda.
Stillum saman úrin, skellum okkur í jakkafötin, berum bækurnar saman og setjum Piaff á fóninn. Skoðanir ku vera mismunandi í þessum þætti, en allar formúlur Nolans - styrkleikar sem veikleikar - eru í bullandi fókus hjá þessum bullandi herramönnum.
Jafnframt kann að vera að eitt lykilþema Nolans sé tekið til umræðu; mynstrin um dauðu kærusturnar.
Efnisyfirlit:
00:00 - Palli og kvikmyndagerðarbólan
06:27 - Bíóin í Luxemborg
14:28 - Víbringur Nolans
25:44 - Insomnia
30:46 - En af hverju Nolan?
43:52 - Inception
55:09 - The Dark Knight Rises
01:01:33 - TeneT
01:07:55 - Interstellar
01:18:29 - Oppenheimer
01:24:18 - The Dark Knight
01:41:13 - The Prestige
01:49:00 - Dunkirk
02:05:38 - Memento
02:16:40 - Samantekt