Listen

Description

Gott andrúmsloft, sterkir leikarar og geggjuð tónlist. Þetta eru gjarnan einkenni betri myndanna úr filmógrafíunni hjá Michael Mann. Auk þess virðast allflestir karlmenn tengjast kvikmyndinni Heat einhverjum órjúfanlegum böndum, einhverra hluta vegna.

Páll Eyjólfsson er aftur snúinn frá Lúxemborg til að spjalla við Kjartan og Tomma en að þessu sinni varð Mann fyrir valinu. Þá stokka þeir þrír upp sína topplista úr sarpi Manns og getur hlustandi dæmt sjálfur um hver við mækinn sé mesti Mann-fræðingurinn á svæðinu. (Að öllum líkindum er það Páll.)

En þá er bara að demba sér í múdið.

Efnisyfirlit:

00:00 - Karlar, græjur og Mann…

07:37 - Heat

15:03 - Mann-fræðin

20:19 - Miami Vice

28:11 - The Jericho Mile

31:51 - The Last of the Mohicans

38:03 - Collateral

48:40 - Thief

53:20 - Manhunter

01:00:28 - Heat… aftur

01:22:18 - The Insider

01:29:51 - Heat 2

01:39:35 - Yfir í… söngleiki

01:46:07 - Markaðurinn í dag