Twilight-serían var aldeilis barn síns tíma sem óumdeilanlega virðist hafa fengið einhverja létta endurvakningu hjá yngri kynslóðinni. Í áraraðir hefur verið réttilega gert stólpagrín að rauðu flöggum þessara sagna úr smiðju Stephenie Meyer, en því verður ekki neitað að við fengum fjölmargt gefandi úr þessu fyrirbæri líka.
Íris Árnadóttir er sest niður með Tomma ásamt (talandi um börn tíma síns...) elstu dóttur hans, Emmu Lilju Rizzo, sem átti hugmyndina að stökkva þessari seríu örlítið til varnar. Þá ræða þau þrjú jákvæðari(...ish) og langlífari þættina við þessa stórfrægu kvikmynd sem fylgir fyrirbærinu sem lengi vel var og hefur verið vinsælt að hata.
Efnisyfirlit:
00:00 - Hryllingsmyndir og söngleikir
02:02 - Imprintað á Twilight
07:15 - Að endurheimta unglingamyndirnar
12:00 - Karakterarnir eru “nóg”
19:59 - Charlie er drengur góður…
24:30 - Hrollur á æskualdri
29:20 - Ekkert frábær redding…
34:01 - Úr ljósaskiptunum í indíið
41:41 - Biturð yfir hljóðblöndun
46:22 - Hreimur einn
50:20 - Er Bella slæm vinkona?
55:14 - Bara eðlilegar vampírur
01:01:19 - Partístemningin við Twilight
01:05:40 - Þessir vængir!... og kossinn
01:10:00 - Forboðni ávöxturinn
01:18:02 - “Breytideit” og Charlie
01:24:49 - Íste og granatepli
01:29:51 - Föl, flex og söngleikir?
01:36:00 - Lúkkið á öllu