Ein umtalaðasta svarta kómedíuhrollvekja þessa árs, virðist vera, frá fyrrum grínaranum sem færði okkur eina heldur betur óvænta Barbarian árið 2022.
Kjartan, Tommi, Friðrik og Birgir Snær gramsa í, rýna í og kryfja nýjustu myndina frá Zach Cregger; hina forvitnilegu og stórvinsælu Weapons. Úr nægu er allavega að taka og reynt er eftir fremsta magni að kafa djúpt í þessa margbrotnu mystík. Hvað í déskotanum er þessi mynd að segja eða gera og af hverju er hún að skapa svona mikið umtal?
Og af hverju hafa Kjartan og Friðrik ekki séð Barbarian?!
Byrjum þar...
Efnisyfirlit:
00:00 - Heitasta handritið
06:37 - Spoiler-laus 'samantekt'
19:27 - Justine (spillar)
30:45 - Archer
40:50 - Paul
53:43 - James
01:03:37 - Marcus
01:17:01 - Alex
01:38:07 - Hvað svo?
01:45:02 - Niðurstaða