Listen

Description

Hefndin getur verið andstyggileg eða ljúf en í þeim sex sögum sem hér eru sagðar er hún fyrst og fremst meinfyndin, rugluð, skepnuleg og kjánaleg.

Tommi valdi Wild Tales sérstaklega þar sem hvorki Kjartan né Friðrik höfðu séð hana. Skemmst er að segja frá því að Tommi gat ekki beðið eftir að kafa ofan í þessa stórlega vanmetnu argentísku veislu sem tekur hressilegan snúning á hefndarformúlur og sýnir breiskleika fólks á margvíslega skondinn máta.

Efnisyfirlit:

00:00 - Stemning og hryllingur

07:14 - Blint gláp og ‘samantekt’

12:06 - 1. “Pasternak” (ath. spillar héðan í frá... dö...)

15:30 - 2. “Las Ratas”

20:15 - 3. "El más fuerte"

29:11 - 4. “Bombita”

44:18 - 5. "La propuesta"

53:03 - 6. "Hasta que la muerte nos separe"

01:11:56 - Besta sagan?