Listen

Description

Dagný Þóra, Þóra Ingibjörg og Þórdís Jóna eru hér mættar í spjall við Lindu. Þær deila með þér hvernig þær hafa náð árangri og forsendur þess að þær skráðu sig upphaflega í LMLP prógrammið. Þessar frábæru konur segja hér frá reynslu sinni á einlægan hátt.

„Ég var komin í algjört þrot með sjálfa mig, andlega og líkamlega, ég var alltof þung og orðin nokkuð vonlaus. Ég var að leita að einhverju til þess að finna sjálfa mig og betri líðan. Síðan þá eru 17 kg farin og það sem er svo frábært er að ég er ekki á neinum kúr, heldur er þetta breyttur lífsstíll." - Dagný Þóra

„Ég hef verið að vinna í því að fortíðin sé ekki að stjórna nútíðinni og framtíðinni. Það voru hlutir í minni fortíð sem ég þurfti að sættast við og það hefur gert mjög mikið fyrir mig með sjálfsvinnu minni í LMLP". - Þóra Ingibjörg

„Ég var í stanslausu niðurrifi og vonleysi, ég lét líf mitt einkennast af því að ég væri ein stór mistök. Ég hef unnið í sjálfri mér í mörg ár en aldrei haldið það út fyrr en nú. Og ég veit að í þessari umgjörð hér í LMLP að ég get þetta." - Þórdís Jóna

 

LOKAÐ ER FYRIR SKRÁNINGU-BIÐLISTI
Aðgangsglugginn í LMLP prógrammið er nú lokaður.
Skráðu þig á biðlista og við látum þig vita þegar opnar næst.
Skrá mig á BIÐLISTA

 

NÁNARI UPPLÝSINGAR: