Listen

Description

„Mér fannst ég of feit, of þung og var með lítið sjálfstraust . Ég hef verið að burðast með lítið sjálfsmat frá því ég var barn. Nú hef ég lært að sleppa því sem ég hef verið að burðast með í tugi ára og mér hefur ekki liðið svona vel í áratugi. Það er heilagur sannleikur."

Sigríður Sigmundsdóttir (Sirrý) er í spjalli við Lindu og ætlar að deila reynslu sinni með okkur í þessum þætti. Sirrý segist fyrst og fremst vera móðir og eiginkona, og á 62 aldursári skráði hún sig í LMLP og fór á fullt að gera þá sjálfsvinnu sem hún lærir þar. Afraksturinn segir hún vera að hún hafi losað sig við 9 kíló (á rúmum 3 mánuðum) og segir að sér hafi ekki liðið jafn vel í langan tíma og hún sé nú sátt í eigin skinni.

Sirrý segir ásæðuna fyrir því að hún hafi skráð sig í LMLP vera að henni hafi hvorki liðið vel andlega né líkamlega.  

„Ég var svo grunnhyggin að ég hélt að LMLP væri meira um það að léttast, en þetta ferðalag er búið að vera stórkostlegt að öllu leiti."


NÁNARI UPPLÝSINGAR:

  • 28 daga Heilsuaáskorun
    Ertu komin/n með nóg af sykri og unninni færðu? Þá skaltu hreinsa til í mataræðinu með 28 daga Heilsuáskorun. Þeta er einfalt: Þú skiptir út einni máltíð fyrir einn heilsudrykk. Stútfullt efni af ráðum og uppskriftum af allskyns saðsömum þeytingum sem bæta heilsuna. Einfalt, bragðgott og virkar! 
  • 7 daga áætlun að vellíðan
    Fáðu aukna vellíðan í þitt daglega líf, meiri lífsgæði og heilsan bætist. Dagleg áætlun, uppskriftir að mataræði í 7 daga, ráð o.mfl.
  • Heimasíða Lindu 
    Skoðaðu allt sem er í boði og skráðu þig á ókeypis póstlista.
  • LMLP 
    Hér færðu Lindu sem lífsþjálfa þinn. Vikulegir fundir, þú losar þig við aukakílóin, byggir upp sjálfsmyndina, færð aukið sjálfstraust og trú á þig sjálfa-og þú ferð að lifa draumalífin þínu. Skráðu þig í prógrammið Lífið með Lindu Pé.